Mikill viðbúnaður er nú við Sunnukrika í Mosfellsbæ vegna vinnuslyss en þetta staðfestir Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Fréttablaðið.
Að sögn Valgarðs féll gólfplata á tvo menn sem voru að vinna í nýbyggingu í hverfinu á þriðja tímanum í dag og voru sjúkrabílar ásamt slökkviliði kölluð út í framhaldinu.
Valgarður gat ekki greint frá líðan þeirra sem lentu í slysinu en verið er að rannsaka málið. Að sögn Vinnueftirlitsins eru fulltrúar á þeirra vegum mætt á staðinn og verður málið til rannsóknar hjá þeim.
Frétt uppfærð kl. 17:40:
Búið er að losa manninn og hefur hann verið fluttur á slysadeild. Maðurinn er alvarlega slasaður. Vinnu viðbragsaðila er að mestu lokið á vettvangi.
Heimild: Frettabladid.is