Home Fréttir Í fréttum Þriðjung­ur tel­ur verk­nám eiga bet­ur við sig

Þriðjung­ur tel­ur verk­nám eiga bet­ur við sig

62
0
Niður­stöður gefa einnig til kynna að hækk­andi hlut­fall nem­enda af báðum kynj­um telji námið til­gangs­laust og að strák­um sé al­mennt hætt­ara við þeirri upp­lif­un en stelp­um. mbl.is/​Hari

Þriðjung­ur nem­enda fram­halds­skóla í bók­námi tel­ur verk­nám eiga bet­ur við sig. Á sama tíma segj­ast inn­an við 20% vera á verk­náms­braut­um. Þetta kem­ur fram í könn­un­inni Ungt fólk á veg­um Rann­sókna & grein­ing­ar sem var lögð fyr­ir haustið 2018. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Mennta­mála­stofn­un.

<>

Flest­ir nem­end­ur telja að bók­nám til stúd­ents­prófs lýsi náms­braut sinni best eða um 67% nem­enda í heild árið 2018. Mun lægra hlut­fall nem­enda tel­ur verk­nám til starfs­rétt­inda (10,5%), verk­nám til stúd­ents­prófs (7,8%), list­nám (7,2%) og nám á fram­halds­skóla­braut (3,2%) lýsa náms­braut sinni best. Þó segj­ast 3% fleiri nem­end­ur stunda verk­nám til starfs­rétt­inda árið 2018 en árið 2016.

Meiri­hluti nem­enda myndi vilja að það væri meira frjálst val á hverri náms­braut eða um 75% árið 2016 og 70% árið 2018. Hart­nær tveir þriðju hlut­ar nem­enda hafa áhuga á að taka fleiri verk­lega áfanga og um 40% hafa áhuga á að taka fleiri list­greina­áfanga.

Stelp­ur dug­legri að læra heima

Á bil­inu 37-40% nem­enda verja hálfri klukku­stund eða minna í heima­nám á dag og 28-32% um einni klukku­stund á dag þegar tíma­bilið er skoðað. Hlut­fall stelpna sem ver einni klukku­stund eða meira í heima­nám á dag er að jafnaði 20-30 pró­sentu­stig­um hærra en hjá strák­um á tíma­bil­inu 2004-2018. Hins veg­ar telja strák­ar nám sitt að jafnaði létt­ara en stelp­ur.

Niður­stöður gefa einnig til kynna að hækk­andi hlut­fall nem­enda af báðum kynj­um telji námið til­gangs­laust og að strák­um sé al­mennt hætt­ara við þeirri upp­lif­un en stelp­um.

Heimild: Mbl.is