Home Fréttir Í fréttum Nýtt bíla­stæðahús reist við Smáralind

Nýtt bíla­stæðahús reist við Smáralind

527
0
Versl­un­ar­miðstöðin Smáralind. mbl.is/​Ern­ir Eyj­ólfs­son

Bæj­ar­stjórn Kópa­vogs hef­ur samþykkt að aug­lýsa til­lögu að breyttu deili­skipu­lagi fyr­ir lóð Smáralind­ar, Haga­smára 1. Í til­lög­unni er gert ráð fyr­ir að þriggja hæða bíla­stæðahús verði reist norðan Smáralind­ar.

<>

Í til­lög­unni felst jafn­framt að lóðamörk Haga­smára 1 breyt­ist við aðkomu­götu frá Fífu­hvamms­vegi að Smáralind og aðkomu­gat­an hliðrast að hluta til vest­urs næst Smáralind.Fyr­ir­komu­lag bíla­stæða og gatna­teng­ing­ar næst norður­hlið Smáralind­ar breyt­ist. Lóð Smáralind­ar mun stækka um tæp­lega 1.600 fer­metra.

Fram kem­ur í grein­ar­gerð með til­lög­unni að mik­il upp­bygg­ing hafi átt sér stað í Kópa­vogs­dal, nú síðast sunn­an Smáralind­ar. Auk­in um­ferð og aðsókn í versl­an­ir Smáralind­ar kalli á fleiri bíla­stæði. Nýja bíla­stæðahúsið komi við hlið nú­ver­andi bíla­stæðap­alls, sem geng­ur m.a. yfir Fífu­hvamms­veg.

Nú­ver­andi bíla­stæði eru 170 en verða eft­ir breyt­ing­ar 374. Bíla­stæðum mun því fjölga um 204.

Heimild: Mbl.is