Margrét Halldóra Arnarsdóttir var kjörinn formaður Félags íslenskra rafvirkja fyrst kvenna í sögu félagsins. Í dag lauk atkvæðagreiðslu um kjör formanns FÍR. Þetta kemur fram á vef Rafiðnaðarsambandi Íslands.
Þar kemur fram að hún hafi hlotið afburðakosningu en ekki er tilgreint nákvæmlega hvernig atkvæðin skiptust. Hún fór gegn sitjandi formanni, Borgþóri Hjörvarssyni, sem settist í formannsstólinn eftir hallarbyltingu innan félagsins árið 2015.
Margrét tekur við formennsku á aðalfundi félagsins í næsta mánuði. Margrét situr nú þegar í miðstjórn Rafiðnaðarsambandi Íslands, RSÍ.
„Óskum við Margréti innilega til hamingju með kjörið og berum við miklar væntingar til samstarfs á komandi árum.“ Þetta segir ennfremur í tilkynningu á vefnum.
Heimild: Mbl.is