Home Fréttir Í fréttum Jarðvegsframkvæmdir fyrir nýjan meðferðarkjarna LSH

Jarðvegsframkvæmdir fyrir nýjan meðferðarkjarna LSH

232
0
Mynd; Hringbrautarverkefnið Nýr Landspítali

Vinna við grunn nýs meðferðarkjarna gengur vel og er langt komin.

<>

Einungis er eftir vinna við sprengingar við tengiganga til suðurs og við frágang á grunni við hreinsun og við að styrkja bergið í grunninum.

Öll óviðkomandi umferð um framkvæmdasvæðið er bönnuð og svæðið vaktað til að auka öryggi vegfarenda.

Bílastæði norðan við Eirberg

Norðan við Eirberg og geðdeildarhús hafa verið tekin í notkun ný bílastæði.

Mynd; Hringbrautarverkefnið Nýr Landspítali

Vinnu við hellulagnir er lokið meðfram norður og vesturvegg geðdeildarhúss en vegna veðurs hefur ekki verið hægt að ljúka við gerð hellulagðra eyja sem mynda munu gönguleið þar sem keyrt er inn á stæðin.

Gönguleiðin hefur því til bráðabirgða verið mörkuð með keilum.

Gjaldskylda er hafin á stæðunum sem eru ætluð fyrir sjúklinga og aðstandendur.

Heimild: Nýr Landspítali