Home Fréttir Í fréttum Auk­inn kostnaður við banka­húsið

Auk­inn kostnaður við banka­húsið

203
0
Aust­ur­höfn. Botnaplata hins nýja banka­húss var steypt í nóv­em­ber í fyrra mbl.is/​​Hari

Nýtt hús Lands­bank­ans við Aust­ur­höfn við Gömlu höfn­ina mun kosta um 11,8 millj­arða króna og sá hluti sem bank­inn mun nýta mun kosta um 7,5 millj­arða kr.

<>

Sam­kvæmt frumáætl­un frá 2017 var reiknað með 9 millj­arða kr. kostnaði sem jafn­gild­ir rúm­lega 10 millj­örðum kr. í dag, miðað við þróun bygg­inga­vísi­tölu.

Bygg­ing­ar­kostnaður verður því 1.800 millj­ón­um króna hærri en frumáætl­un gerði ráð fyr­ir. Þess­ar upp­lýs­ing­ar komu fram í ávarpi Helgu Bjark­ar Ei­ríks­dótt­ur, for­manns bankaráðs, í árs­skýrslu sem kom út sam­hliða upp­gjöri sl. fimmtu­dag.

Fram kem­ur í ávarpi Helgu að við mat á til­lög­um sem bár­ust í hönn­un húss­ins hafi verið ljóst að bygg­ing húss fyr­ir bank­ann myndi fela í sér meiri kostnað en miðað var við í frumáætl­un­inni frá 2017.

Samþykkti bankaráð að haldið yrði áfram með verk­efnið á grund­velli nýrr­ar kostnaðaráætl­un­ar,  að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is