Home Fréttir Í fréttum Grænt ljós á smá­í­búðahverfi

Grænt ljós á smá­í­búðahverfi

444
0
Fyrsti hluti verk­efn­is­ins felst í bygg­ingu 45 íbúða. Í heild­ina verða íbúðirn­ar 130 tals­ins. Teikn­ing/Þ​orpið vist­fé­lag ehf.

Þorpið vist­fé­lag hef­ur í sam­starfi við Arctica Fin­ance og Lands­bank­ann lokið fjár­mögn­un smá­í­búðahverf­is í Gufu­nesi. Fá verk­efni fá slíka fjár­mögn­un um þess­ar mund­ir.

<>

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Run­ólf­ur Ágústs­son, verk­efna­stjóri fé­lags­ins, áformað að hefja fram­kvæmd­ir í janú­ar.

Byggðar verða 45 íbúðir í fyrsta áfanga sem kost­ar 1,3 millj­arða. Alls verða íbúðirn­ar 130 og má ætla að kostnaður verði um 3,8 millj­arðar.

Fram­kvæmd­in sæt­ir tíðind­um á bygg­ing­ar­markaði á höfuðborg­ar­svæðinu. Í fyrsta lagi vegna þess að hún mark­ar upp­haf nýrr­ar byggðar í Gufu­nesi og í öðru lagi vegna lágs íbúðaverðs.

Ódýr­ustu íbúðirn­ar munu kosta 18,8 millj­ón­ir full­bún­ar. Sam­kvæmt fjár­festa­kynn­ingu sem ViðskiptaMogg­inn hef­ur und­ir hönd­um er gert ráð fyr­ir að tveir hlut­haf­ar sem eiga allt hluta­fé Þorps­ins vist­fé­lags muni að lág­marki hagn­ast um 60 millj­ón­ir króna vegna upp­bygg­ing­ar­inn­ar.

Ábat­inn get­ur hins veg­ar orðið mun meiri að upp­fyllt­um skil­yrðum. Stjórn­ar­formaður Fé­lags­bú­staða er lög­fræðileg­ur ráðgjafi að verk­efn­inu en hið op­in­bera íbúðafé­lag hef­ur for­kaups­rétt að 5% þeirra íbúða sem reist­ar verða und­ir nafni Þorps­ins vist­fé­lags.

Þorpið vist­fé­lag ehf. er í jafn­skiptri eigu Áslaug­ar Guðrún­ar­dótt­ur og einka­hluta­fé­lags­ins 2S, fjár­fest­ing og ráðgjöf en það fé­lag er í 100% eigu Sig­urðar Smára Gylfa­son­ar.

Áslaug er eig­in­kona Run­ólfs Ágústs­son­ar sem er titlaður verk­efna­stjóri upp­bygg­ing­ar­inn­ar. Hann og Sig­urður Smári hafa áður komið að fjár­fest­ing­ar­verk­efn­um í sam­ein­ingu.

Fleiri aðilar hafa aðkomu að verk­efn­inu, að því er fram kem­ur í frétt Viðskiptamogg­ans.

Þar má nefna Har­ald Flosa Tryggva­son lög­mann. Hann er sagður lögmaður verk­efn­is­ins í fjár­festa­kynn­ing­unni.

Har­ald­ur Flosi er stjórn­ar­formaður Fé­lags­bú­staða hf. sem sam­kvæmt sam­komu­lagi við Reykja­vík­ur­borg eiga kauprétt að 5% þeirra íbúða sem reist­ar verða und­ir merkj­um Þorps­ins vist­fé­lags.