Fjölnota íþróttahús ÍR-inga er nú óðum að rísa í Mjóddinni. Þar verður hálfur knattspyrnuvöllur og aðstaða fyrir æfingar í frjálsum íþróttum en húsið verður um 4.300 fermetrar en í 1.300 fermetra hliðarbyggingu verða m.a. búningsklefar og aðstaða til lyftinga.
Á vef Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að kostnaður við byggingarnar verði um 1,2 milljarðar og samkvæmt áætlunum verður það tekið í notkun snemma á næsta ári.
Byggingafyrirtækið Munck er framkvæmdaraðili.
Samkvæmt samningi við ÍR stendur til að byggja íþróttahús með parketgólfi við byggingarnar það verður þó ekki gert í þessum áfanga en undirbúningsvinna mun vera hafin.
Heimild: Mbl.is