Home Fréttir Í fréttum Íbúar miðbæj­ar komn­ir með leið á tíðu raski

Íbúar miðbæj­ar komn­ir með leið á tíðu raski

153
0
Óðins­gata. Víða er erfitt að at­hafna sig í Reykja­vík, eins og þessi mynd sem tek­in var ný­verið sýn­ir. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Taf­ir á fram­kvæmd­um í miðborg Reykja­vík­ur og óánægja meðal íbúa og versl­un­ar­eig­enda vegna þeirra hafa verið til umræðu í fjöl­miðlum að und­an­förnu.

<>

Benóný Ægis­son, formaður íbúa­sam­taka miðborg­ar Reykja­vík­ur, seg­ir fólk vera orðið langþreytt á tíðum fram­kvæmd­um og því mikla raski sem þeim fylgi.

„Fjöl­marg­ir íbú­ar og rekstr­araðilar hafa verið í sam­bandi við mig og kvarta þeir all­ir yfir afar slæmu aðgengi og mikl­um töf­um á fram­kvæmd­um. Það er óhætt að full­yrða að mik­il fram­kvæmdaþreyta er kom­in í íbúa miðborg­ar­inn­ar,“ seg­ir hann í sam­tali við Morg­un­blaðið.

End­ur­tekið hafa komið upp mál þar sem seina­gang­ur er mik­ill í fram­kvæmd­um. Þannig hafa m.a. versl­un­ar­menn ít­rekað kvartað und­an hæg­um gangi á Hverf­is­götu og hef­ur verið greint frá því að einn þeirra muni krefja borg­ina bóta, en rask þar hef­ur haft skaðleg áhrif á rekst­ur hans.

Ný­lega var greint frá töf­um á end­ur­bót­um við Óðins­götu, Óðin­s­torg og Týs­götu. Áttu verklok þar að vera í nóv­em­ber en nú er von­ast til að ljúka verk­inu fyr­ir jól.

„Fólk er orðið mjög þreytt á þess­um fram­kvæmd­um um alla borg og vill bara að þeim fari að ljúka. Þess­ar tálm­an­ir á um­ferð, bæði fyr­ir gang­andi og ak­andi, eru mörg­um erfiðar.

Svo má ekki gleyma því að þess­um fram­kvæmd­um fylg­ir mik­ill hávaði og óþrifnaður,“ seg­ir Benóný í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is