Home Fréttir Í fréttum Nýjar lóðir til úthlutunar í Þorlákshöfn

Nýjar lóðir til úthlutunar í Þorlákshöfn

240
0
Norðurhraun

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýjar raðhúsalóðir lausar til úthlutunar í nýju hverfi sem kallast Norðurhraun.

<>

Hverfið er samofið Sambyggð, Norðurbyggð og Básahrauni. Það mótar skemmtilega heild við innkomu bæjarins með góðri tengingu við Ölfusbraut.

Um 30 metrar eru frá Ölfusbraut að byggingarreit þar sem gróðurbelti og mön mun ramma hverfið inn.

Flest húsin tengjast náttúrulegu umhverfi eða leiksvæðum. Stutt er í alla helstu þjónustu, skóla og íþróttir.

Hverfið er eitt af mörgum skrefum sveitarfélagsins í átt að frekari uppbyggingu.

Um er að ræða fyrsta áfanga nýrrar byggðar þar sem níu raðhúsalengjur fara í úthlutun. Raðhúsalengjurnar telja 3-4 einingar hver.

Afhending lóða miðast við 1. janúar 2020.

Nánari upplýsingar á www.olfus.is.

 

Heimild: Hafnarfrettir.is