Vegagerðin óskar eftir tilboðum í endurbætur á 2,9 km kafla á Laugarvatnsvegi (37-01) frá Biskupstungnabraut að Þóroddsstöðum.
Veturinn 2019-2020 skal vinna við efnisútvegun og breikkun vegarins. Eftir 14. apríl 2020 verður núverandi slitlag fræst upp, vegurinn styrktur og lögð út klæðing.
Helstu magntölur eru:
– Skeringar 7.120 m3
– Ræsalögn 48 m
– Endafrágangur ræsa 4 stk.
– Styrktarlag 0/63 6.370 m3
– Burðarlag 0/22 3.825 m3
– Tvöföld klæðing 23.100 m2
– Frágangur fláa 27.165 m2
Verklok eru 15. júlí 2020.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 2. september 2019 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 17. september 2019.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu, heildartilboðsupphæð og hvort tilboð sé sett fram sem frávikstilboð.