Home Fréttir Í fréttum Slá af kröf­um um 149 millj­ón­ir

Slá af kröf­um um 149 millj­ón­ir

194
0
Blokk Fé­lags eldri borg­ara við Árskóga 1-3. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Fé­lag eldri borg­ara hef­ur lagt fram sátta­til­boð til kaup­enda íbúða fé­lags­ins í Árskóg­um. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu, en fyrst var greint frá til­boðinu í kvöld­frétt­um Stöðvar 2.

<>

Fram hef­ur komið í fjöl­miðlum að vegna framúr­keyrslu við bygg­ingu íbúðanna upp á um 400 millj­ón­ir, hafi Fé­lag eldri borg­ara krafið kaup­end­ur, sem þegar höfðu skrifað und­ir kaup­samn­ing, um auka­greiðslu og nam hún á bil­inu 5-6 millj­ón­um króna, um 10% af um­sömdu kaup­verði.

Banki, verk­tak­ar og fé­lagið slá af kröf­um
Í kjöl­far viðræðna síðustu daga hef­ur fé­lagið samið um af­slátt af kostnaðar­verði íbúðanna. Úr verður að kostnaður kaup­enda hækk­ar um 252 millj­ón­ir miðað við upp­haf­leg­ar áætlan­ir, í stað 401 millj­ón­ar.

Þann kostnað munu fé­lagið, verk­tak­ar og Lands­bank­inn, sem fjár­magn­ar verkið, taka á sig, en ekki ligg­ur fyr­ir í hvaða hlut­föll­um það er.

Sig­ríður Snæ­björns­dótt­ir, vara­formaður Fé­lags eldri borg­ara, staðfest­ir í sam­tali við mbl.is að fé­lagið leggi sjálft tugi millj­óna til. Áður hef­ur verið greint frá því í fjöl­miðlum að fé­lagið hafi ekki burði til að standa al­farið und­ir kostnaðar­auk­an­um. Það myndi keyra fé­lagið í þrot.

Hið nýja til­boð fé­lags­ins stend­ur öll­um kaup­end­um til boða, hvort sem þeir höfðu þegar fall­ist á frek­ari kostnaðar­hækk­un eða ekki.

Í það minnsta 17 af 23 kaup­end­um höfðu fall­ist á hækk­un­ina, en aðrir hugðust leita rétt­ar síns fyr­ir dóm­stól­um.

Til stóð að fyr­ir­taka yrði í máli tveggja kaup­enda í Héraðsdómi Reykja­vík­ur á morg­un, en þeir höfðu gert aðfar­ar­beiðni að íbúðunum, á manna­máli kraf­ist þess að fá íbúðirn­ar af­hent­ar.

Ekki hef­ur náðst í lög­menn um­ræddra kaup­enda og því ligg­ur ekki fyr­ir hvort gengið verði að til­boðinu eða staðið við aðfar­ar­beiðnina, sem taka á fyr­ir á morg­un.

Heimild: Mbl.is