Home Fréttir Í fréttum Kanadískt félag fjárfestir í baðlóni á Kársnesi

Kanadískt félag fjárfestir í baðlóni á Kársnesi

389
0
Kársnes í Kópavogi. Mynd: Vísir/Vilhelm

Kanadískt fyrirtæki, VIAD að nafni, hefur fjárfest í fyrirtækinu Geothermal Lagoon og hyggst reisa baðlón á Kársnesinu með útsýni út á Faxaflóa. Þetta kemur fram á vef fyrirtækisins en RÚV greindi frá.

<>

ThinkGeoEnergy greinir frá að VIAD hafi varið 14 milljónum kanadískra dala eða um 1,3 milljörðum króna í 51% hlut í rekstrarfélagi lónsins, Geothermal Lagoon.

Dótturfyrirtæki VIAD, Pursuit, mun hafa yfirumsjón með því að reynsla gesta af lóninu verði með besta móti.

Á vef fyrirtækisins VIAD er greint frá því að áætlað sé að lónið verði opnað árið 2021.

Þá verður gott útsýni frá lóninu að hafi og að Bessastöðum, bústaði Forseta Íslands.

Í samtali við fréttastofu RÚV sagði Eyþór Guðjónsson, stjórnarformaður Geothermal Lagoon að að baðlónið sé í hönnunarferli en unnið hafi verið í góðu samstarfi við Kópavogsbæ.

Þá sé frekari frétta að vænta af lóninu í lok sumars.

Heimild: Visir.is