Fyrirtækið Bernódus ehf hefur sótt um 30 lóðir undir íbúðarhús á Bíldudal. Á næstu dögum hefjast viðræður milli fyrirtækisins og Vesturbyggðar um umsóknina.
Einkum er hugsað til þess að byggja einbýlishús.
Fyrirtækið Bernódus ehf var stofnað 1969 á Bíldudal og hét áður Niðursuða VBO Bíldudal og framleiddi m.a. grænar baunir.
Sonur Valdimars B. Ottóssonar (VBO) er Jens H. Valdimarsson og hann er einn þriggja sem helst eru í forsvari fyrir byggingaráformin á Bíldudal, en að þeim koma m.a. byggingarmeistari og rekstrarhagfræðingur.
Heimild: BB.is