Home Fréttir Í fréttum Hefja byggingu á 72 í­búðum í Mjóddinni

Hefja byggingu á 72 í­búðum í Mjóddinni

352
0
Svona munu byggingarnar í Árskógum 5-7 líta út. Teikning: A2F arkitektar

Húsnæðissamvinnufélagið Búseti er að hefja byggingu á 72 íbúðum í Árskógum í Mjóddinni. Íbúðirnar verða í tveimur byggingum og verða fjölbreyttar.

<>

Húsnæðissamvinnufélagið Búseti er nú að hefja byggingu á 72 íbúðum í Árskógum í Mjóddinni. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búseta, tóku fyrstu skóflustunguna að fjölbýlishúsunum á föstudaginn.

Íbúðirnar verða í tveimur byggingum í Árskógum 5-7. Um er að ræða hús sem hafa að geyma fjölbreyttar íbúðir; stúdíóíbúðir og tveggja og þriggja herbergja íbúðir.

Við hönnun íbúðanna, sem A2F arkitektar sáu um, var áhersla lögð á að hafa þær í minna lagi þar sem hver fermetri er vel nýttur.

Verktakafyrirtækið Jáverk mun sjá um byggingu húsanna en framkvæmdir munu hefjast á næstu dögum.

Áætlað er að íbúðirnar verði tilbúnar á miðju ári 2021.
Búseti mun þá afhenda tuttugu nýjar íbúðir við Skógarveg í Fossvogsdal í lok þessa árs en Bjarni Þór Þórsson, framkvæmdastjóri Búseta, sagði í samtali við Fréttablaðið að búið væri að staðfesta sölu á þeim öllum. Þær seldust allar í forsölu.

„Hillur okkar eru tómar eins og er af íbúðum en við erum einnig að byggja 78 íbúðir í Vesturbænum, við Keilugranda sem verða til afhendingar næsta sumar.

Svo erum við líka með 30 íbúðir í hönnun sem verða í Bryggjuhverfinu,“ segir Bjarni.

Heimild: Frettabladid.is