Suðurverk ehf hefur hafið framkvæmdir á breikkun á 7 km löngum kafla í Hestfirði og Seyðisfirði.
Vinnubúðir eru komnar upp og stórvirkar vinnuvélar eru komnar á staðinn. Þá eru fyrstu tækin farin að móta nýja veglínu í botni Seyðisfjarðar.
Verkið var boðið úr síðastliðin desember og varð Suðurverk ehf lægstbjóðandi með tilboð upp á 448 milljónir króna sem var aðeins 87% af kostnaðaráætlun.
Verklok eru 1. september 2020.
Heimild: BB.is