Framkvæmdir við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur eru komnar á fullt skrið.
Byggingin var boðin út um síðustu áramót og voru tilboð opnuð hjá Ríkiskaupum 10. febrúar. Gegnið var til samninga við lægstbjóðenda, Eykt ehf. Verkáætlun verktaka var samþykkt 25. mars og verður hluti verksamnings. Verktaki vinnur einnig að því að tengja verkáætlun við BIM líkön hönnuða.
Framkvæmdir hófust 2. mars og sprengingar á klöpp hófust 14. apríl og lauk 19. maí.
Áætluð verklok eru í október 2016.
Nánar um verkefnið og áætlunargerð er að finna undir verkefniskynningu.
Heimild: Fsr