F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í verkið:
Breiðagerðisskóli. Utanhússviðgerðir austurhliðar 2019, Útboð nr. 14492.
Verkið felst í:
steypu- og múrviðgerðum á austurhlið byggingar ásamt endurnýjun og viðgerðum á gluggum.
Helstu magntölur eru:
Verkþáttur Ein. Magn
Múrviðgerðir á flötum (filtun) m2 265
Viðgerðir á sprungu m 30
Viðgerðir á ryðpunktum stk 100
Háþrýstiþvottur (alhreinsun) m2 265
Brot í kringum glugga (vegna endurnýjunar) m 110
Endurnýjun glugga (ál/tré)
Gluggi m. opnanlegu fagi (u.þ.b. 1,6×1,4m) stk 12
Gluggi m. opnanlegu fagi (u.þ.b. 2,0×1,4m) stk 4
Gluggi m. opnanlegu fagi (u.þ.b. 0,9×0,9m) stk 5
Málun útveggja m2 265
Málun karma (tré) m 30
Málun pósta (tré) m 25
Verklok 15. ágúst 2019.
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá föstudeginum 29. mars 2019.
Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku.
Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Register“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00, miðvikudaginn 17. apríl 2019.
Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur, nema að bjóðendur óski sérstaklega eftir því. Beiðni verður að hafa borist innkaupadeild 2 virkum dögum fyrir opnun tilboða, á netfangið utbod@reykjavik.is