Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið „Vöruhúsið, Hafnarbraut 30 miðstöð skapandi greina – febrúar 2019“ eins og því er lýst í útboðsgögnum.
Hér er um almennt útboð að ræða og lítur þeim reglum sem um það gilda.
Lauslegt yfirlit yfir verkið
Fyrirhugaðar eru heildar endurbætur innandyra í Vöruhúsinu sem verður gert í áföngum. Reiknað er með 4 áföngum. 1. áfanga er lokið og vinna við 2. áfanga er að klárast.
Þetta útboð er 3. áfangi og snýr aðallega að endurbótum á miðhæð hússins (1. hæð).
Svæðið sem um ræðir innandyra er í dag nýtt fyrir myndlist og textíl vinnslu, smíðastofu og smíðakennslu, o.fl.
Helstu verkþættir:
Flest allir innveggir og niðurhengd loft ásamt öllum lögnum er í þeim er, gólfefnum, ljósum og öðrum lögnum í loftum er rifið og fargað samkvæmt rifaplani.
Þá er einnig sögun/brot á burðarvirki vegna nýrra lagnaleiða sem og vegna lyftuganga á milli hæða. Allt innandyra verður svo endurinnréttað á þessu svæði í húsinu samkvæmt viðeigandi teikningum/verklýsingum hönnuða.
Nýir léttir veggir, ný lofta og gólfefni samkvæmt teikningum. Nýjar lagnir þ.e. fráveita, hita og neysluvatn, loftræstilagnir og raflagnir. Viðgerðir/endurmálun.
Ný anddyri full kláruð. Formuð lyftugöng innandyra fyrir nýja hjólastólalyftu.
Nettó fermetrar innanhúss eru ca. 475,1m2 og brúttó ca. 557,1m2
Útboðið innifelur fullnaðarfrágang á öllum verkþáttum útboðssins.
Útboðsgögn má nálgast á usb. lykli á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27 Höfn frá og með miðvikudeginum 13. mars 2019, eftir klukkan 13:00 gegn 3.000 kr. greiðslu.
Einnig er hægt að fá útboðsgögnin send án endurgjalds með því að senda tölvupóst á bjorni@hornafjordur.is og óska eftir því að fá send útboðsgögn í verkið „Vöruhúsið, Hafnarbraut 30 miðstöð skapandi greina – febrúar 2019“. Þá verður sendur hlekkur til baka á þann stað sem hægt verður að sækja gögnin rafrænt.
Vinsamlegast takið fram í viðfangsefni pósts „Vöruhús gögn“.
Útboðsgögn
Útboðslýsing
Verklýsingar
Teikningar hönnuða
Magnskrár og tilboðsblað
Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði eigi síðar en Þriðjudaginn 2. apríl 2019 kl. 14:00. er þau verða opnuð samtímis í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð eru bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.
Nánari upplýsingar veitir:
Björn Imsland, bjorni@hornafjordur.is sími 470-8014 eða 894-8413.
Gunnlaugur Róbertsson gunnlaugur@hornafjordur.is sími 470-8003.