Home Fréttir Í fréttum Leggja til 50 milljarða framkvæmdir

Leggja til 50 milljarða framkvæmdir

232
0
Mynd: Haraldur Guðjónsson

iðræðuhópur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu leggur til framkvæmdir fyrir um 50 milljarða króna á næstu 4 árum.

<>

Meðal tillagna er að setja hluta Miklubrautar og Hafnarfjarðarveg í Garðabæ í stokk. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Einnig er lagt til að sveitarfélögum verði tryggð heimild til innheimtu innviðagjalda auk þess sem innheimta veggjalda á höfuðborgarsvæðinu verði útfærð. Þá sé eðlilegt að líta til hækkunar kolefnisgjalda.

Viðræðuhópur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu skilaði niðurstöðum sínum til ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 19. nóvember síðastliðinn.

Markmið hópsins var að leggja grunn að samkomulagi um fjármagnaða áætlun um fjárfestingar í stofnvegum og kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.

Hópurinn leggur til framkvæmdir á fyrsta tímabili samgönguáætlunar 2019-2023 við gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, Reykjanesbraut milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar, Vesturlandsveg í Mosfellsbæ og Suðurlandsveg næst Vesturlandsvegi.

Á öðru tímabili samgönguáætlunar verði hafist handa við að setja hluta Miklubrautar í stokk, lokið við Arnarnesveg, Reykjanesbraut milli Álftanesvegar og Lækjargötu og Reykjanesbraut milli Stekkjabakka og Holtavegar. Á þriðja tímabili er lagt til að Hafnarfjarðarvegur fari í stokk í Garðabæ.

16,3 milljarðar í fyrsta áfanga Borgarlínu
Get er ráð fyrir að ríkið veiti 300 milljón króna framlagi til undirbúnings og framkvæmda vegna Borgarlínu árið 2019 og 500 milljón króna árið 2020, gegn sambærilegu mótframlagi frá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu.

Í skýrslunni er gert ráð fyrir að framkvæmdir við Borgarlínu geti verið kominn á fullan skrið árið 2021 og er lagt til að á fyrsta tímabili samgönguráætlunar, 2019-2023, verði lokið við fyrsta hluta fyrsta áfanga uppbyggingar innviða Borgarlínu frá Ártúni að Hlemmi um Voga, Suðurlandsbraut / Laugaveg og frá Hamraborg að Hlemmi yfir Fossvog um miðborg. Sameiginleg heildarfjárfesting ríkis og sveitarfélaga vegna þess verkefnis er um 16,3 milljarðar króna.

Heimild: Vb.is