Home Fréttir Í fréttum Fundu lík­kistu og beina­grind

Fundu lík­kistu og beina­grind

351
0
Mikl­ar fram­kvæmd­ir hafa staðið yfir á Lands­s­ímareitn­um vegna hót­el­bygg­ing­ar. Þr hafa nú verið stöðvaðar. Mynd: mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Minja­stofn­un Íslands hef­ur ákveðið að stöðva fram­kvæmd­ir á bygg­ing­ar­svæði Lind­ar­vatns ehf. á Lands­s­ímareitn­um eft­ir að lík­kista og beina­grind fund­ust und­ir Lands­s­íma­hús­inu í gær.

<>

Stöðvun­in gild­ir þangað til Minja­stofn­un hef­ur haft tæki­færi til að kynna sér aðstæður á svæðinu og ákveða hvort svæðið verður friðlýst eða hvort stofn­un­in veit­ir heim­ild til frek­ari rann­sókna á svæðinu.

Krist­ín Huld Sig­urðardótt­ir, for­stöðumaður Minja­stofn­un­ar, seg­ir í sam­tali við mbl.is að lík­kist­an og beina­grind­in hafi fund­ist í kirkju­g­arðinum sem er þarna á svæðinu.

Þetta er í fyrsta sinn sem stofn­un­in stöðvar fram­kvæmd­ir þarna síðan þær hóf­ust fyrr á ár­inu. Tölvu­póst­ur var send­ur á fram­kvæmd­araðila vegna þessa.

Hún bæt­ir við að forn­leifa­fræðing­ar muni rann­saka fund­inn. Aðspurð seg­ir hún ekki vita hvenær fram­kvæmd­ir gætu haf­ist að nýju.

Heimild: Mbl.is