Home Fréttir Í fréttum Engar áhyggjur af asbest-máli

Engar áhyggjur af asbest-máli

304
0
Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV

„Þetta er stormur í vatnsglasi,“ segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks. Nýverið kom í ljós að asbest er að finna í skrifstofuhúsnæðinu að Urðarhvarfi 8. ÞG verk keypti nýverið þetta 16 þúsund fermetra húsnæði aftur eftir að hafa byggt það fyrir hrun. Það hefur þó aldrei verið fullklárað og velkst um hálfkarað síðan Íslandsbanki leysti það til sín árið 2011.

<>
Áður en hið umdeilda gluggakerfi var sett í Urðarhvarf 8. Mynd: Fréttablaðið/GVA

RÚV greindi frá asbest-uppgötvuninni í síðustu viku en það er að finna í plötum milli glugga. Notkun á asbesti er bönnuð og hefur verið um árabil. RÚV greindi frá því að Byko hefði flutt einingarnar inn frá Kína á sínum tíma en ekkert í innihaldslýsingum hefði bent til að asbest væri að finna í þeim. Efnið fannst við athugun verkfræðistofu.

Aðspurður segir Þorvaldur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af þeim verkamönnum sem unnu með efnið óafvitandi á sínum tíma.

„Þetta kemur samsett frá Kína og er inni í kerfinu, þannig að það kemur enginn við þetta, enginn nálægt þessu og þetta er í loft- og vatnsþéttum og aflokuðum áleiningum. Þar fyrir utan er þetta í svo litlu magni að það er vart mælanlegt. Þetta eru ekki asbestplötur, þetta eru örlitlar leifar af þessari efnasamsetningu, um eða innan við 1 prósent af plötunum.“

Brugðist verði þó við samkvæmt nútímakröfum og einingarnar fjarlægðar. RÚV hafði eftir Vinnueftirlitinu að Byko muni bera kostnaðinn af því þegar af verður.

Heimild: Visir.is