Home Fréttir Í fréttum Grunn­ur að tvö hundruð íbúða hús­um í Norðlinga­holti

Grunn­ur að tvö hundruð íbúða hús­um í Norðlinga­holti

1201
0
Norðlinga­holt. Mynd: mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Tek­inn hef­ur verið grunn­ur að fjöl­býl­is­hús­um við Elliðabraut í Norðlinga­holti í Reykja­vík, en á lóðum núm­er 4-12 verða reist­ar alls sex bygg­ing­ar með tíu stiga­göng­um.

<>

Íbúðirn­ar verða alls tvö hundruð í hús­um sem bygg­ing­ar­fyr­ir­tæk­in Mótx og Þingvang­ur reisa.

„Íbúðirn­ar verða marg­ar þriggja til fjög­urra her­bergja eða í þeirri stærð sem markaður­inn kall­ar eft­ir. Þarna gefst fólki, sem hef­ur verið í litl­um blokka­r­í­búðum til dæm­is, tæki­færi til að stækka við sig án þess þó að fara yfir í sér­býli,“ seg­ir Pálm­ar Harðar­son, fram­kvæmda­stjóri Þingvangs. Hann seg­ir móta­upp­slátt við Elliðabraut munu hefjast í sum­ar­lok en fram­kvæmda­tím­inn verði um tvö ár

Heimild: Mbl.is