Home Fréttir Í fréttum Fjármögnun hótels á Akureyri dregist

Fjármögnun hótels á Akureyri dregist

240
0
Mynd: KEA
Fjármögnun við byggingu nýs hótels við Hafnarstræti á Akureyri hefur dregist töluvert. Hótelið yrði það stærsta á Norðurlandi. KEA hefur fengið framlengdan frest til að hefja byggingarframkvæmdir. Framkvæmdastjóri félagsins segir að ekki hafi verið hætt við verkið.

Skipulagsráð Akureyrarbæjar samþykkti að veita frestinn á fundi þann 20. júní síðastliðinn. Frestur til að hefja framkvæmdir var áður til 30. júní, en hefur verið framlengdur til 30. september.

<>

Fréttir hafa borist af því að hætt hafi verið við hótelbyggingar víða um land en aðspurður segir Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, að það eigi ekki við þessa byggingu.

Erfiðara að fá lán vegna verkefna í ferðaþjónustu

„Undirbúningurinn er að taka lengri tíma en við ráðgerðum,“ segir Halldór í  samtali við fréttastofu. „Fjármögnun er vissulega stór partur af þessu.“ Hann segir það ekkert launungarmál að almennt sé orðið erfiðara að fá lán vegna verkefna í ferðaþjónustu en áður var.

Halldór segir hönnun hótelsins í fullum gangi og búið að ryðja öllum tæknilegum málum úr vegi. Félagið sé komið með leigutaka, sem muni sjá um rekstur hótelsins. Hann segir þó erfitt að segja til um hvenær framkvæmdir muni hefjast, þar sem ekki sé hægt að segja með vissu hvenær, og hvort hægt sé að loka öllum endum.

Segir Íslandshótel ekki hætt við

Í ágúst á síðasta ári höfðu Íslandshótel frestað byggingu hótels á svokölluðum Sjallareit um óákveðinn tíma og hefur ekkert breyst í þeim efnum. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdarstjóri Íslandshótela, segir í samtali við fréttastofu að ekki hafi verið hætt við framkvæmdirnar.

Heimild: Ruv.is