Home Fréttir Í fréttum Skóflu­stunga tek­in að nýju frysti­húsi

Skóflu­stunga tek­in að nýju frysti­húsi

217
0
Ljós­mynd/​Dal­vík­ur­byggð

Tek­in hef­ur verið skóflu­stunga að nýju frysti­húsi Sam­herja á Dal­vík, en börn af leik­skól­an­um Kríla­koti áttu heiður­inn af skóflu­stung­unni ásamt starfs­fólki Sam­herja, þeim Sig­urði Jörgen Óskars­syni vinnslu­stjóra, Gesti Geirs­syni fram­kvæmda­stjóra land­vinnslu og Ragn­heiði Rut Friðgeirs­dótt­ur gæðastjóra.

<>

Þetta kem­ur fram á vef Dal­vík­ur­byggðar. Seg­ir þar að und­an­farið hafi verið unnið að land­fyll­ingu á svæðinu, sem nú sé að mestu lokið. Svæðið er nú til­búið fyr­ir næsta áfanga fram­kvæmd­ar­inn­ar en AVH arki­tekt­ar á Ak­ur­eyri eru hönnuðir nýja húss­ins.

Tölvu­teikn­ing/​Sam­herji

Skap­ast mögu­leik­ar fyr­ir bæj­ar­fé­lagið

Fram kom í ræðu Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, for­stjóra Sam­herja, við und­ir­rit­un lóðal­eigu­samn­ings við bæj­ar­fé­lagið í maí á síðasta ári, að með samn­ingn­um væri tekið stórt skref í átt að nýrri og full­komn­ari vinnslu á Dal­vík.

Dal­vík­ur­byggð hefði þá í nokk­urn tíma unnið að hug­mynd­um að end­ur­bót­um á hafn­ar­svæðinu, meðal ann­ars til að mæta mik­illi fjölg­un ferðamanna og tengdri starf­semi.

Með því að flytja starf­semi Sam­herja á hafn­ar­svæðið skap­ist mögu­leik­ar fyr­ir bæj­ar­fé­lagið til að skipu­leggja svæðið allt með öðrum hætti, til hags­bóta fyr­ir sam­fé­lagið í heild.

Heimild: Mbl.is