Home Fréttir Í fréttum Kaupir íbúðir metnar á þrjá milljarða króna

Kaupir íbúðir metnar á þrjá milljarða króna

332
0
Mynd: Vísir/Vilhelm

Georg Gíslason hefur keypt leigufélagið Velli 15 sem á um 180 íbúðir sem metnar eru á um þrjá milljarða í bókum félagsins. Seljendur voru ODT Ráðgjöf, sem er í eigu Ólafs D. Torfasonar, stofnanda Íslandshótela, með 58 prósenta hlut og Íslandshótel með 42 prósenta hlut, samkvæmt heimildum Markaðarins.

<>

Georg er bróðir Rúriks, landsliðsmanns í knattspyrnu en hann fjárfesti einsamall í leigufélaginu. Hann hefur um árabil rekið fyrirtækið Vegamálun sem málar merkingar á vegi og götur.

Vellir 15 á um 180 íbúðir en um 70 prósent þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu, einkum í Vallahverfinu í Hafnarfirði, að því er fram kom í Markaðnum í haust.

Samkvæmt ársreikningi voru fasteignir félagsins metnar á 3,1 milljarð króna árið 2017 og eigið fé var 960 milljónir króna.

Eiginfjárhlutfallið var 30,5 prósent. Tekjurnar jukust um fjórðung á milli ára og námu 211 milljónum króna.

Vöxtinn má rekja til kaupa á tveimur fasteignafélögum. Vellir 15 tapaði 34 milljónum í fyrra og 29 milljónum árið áður. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku annaðist söluna.

Heimild: Visir.is