Ríkiskaup, fyrir hönd ríkissjóðs, óska eftir að taka á leigu húsnæði í Mosfellsbæ fyrir starfsemi Heilsugæslu Mosfellsumdæmis. Umsjónaraðili er Framkvæmdasýsla ríkisins.
Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til 15 ára, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um ákveðna staðsetningu innan Mosfellsbæjar, að húsnæðið sé miðsvæðis og gott aðgengi, þar með talið fyrir hreyfihamlaða, hjólandi, gangandi, sjúkrabifreiðar og næg bílastæði.
Heilsugæsla Mosfellsumdæmis er heilbrigðisstofnun og þjónar Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjósarhreppi með samfelldri og alhliða heilsugæsluþjónustu sem grundvallast á sérþekkingu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar, heilsuverndar og byggir á víðtæku þverfaglegu samstarfi. Því skiptir staðsetning húsnæðisins, það er nálægð við helstu stofnbrautir og almenningssamgöngur, miklu máli við staðarval.
Húsrýmisþörf er áætluð um 1.200 fermetrar. Húsnæðið er þjónustuhúsnæði fyrir heilbrigðisþjónustu.
Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að uppfylla verða aðgengilegar á heimasíðu Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is, þriðjudaginn, 19. júní 2018.
Við mat á hagkvæmni tilboða verður meðal annars tekið tillit til leiguverðs, stærð húss og skipulags þess út frá fyrirhugaðri starfsemi, öryggi, afhendingartíma, staðsetningu, aðkomu og bílastæðum.
Fyrirspurnir varðandi verkefni 20802 skulu sendar á netfangið utbod@rikiskaup.is og verða svör birt á vef Ríkiskaupa.
Fyrirspurnarfrestur rennur út miðvikudaginn 4. júli en svarfrestur er til og með 9. júlí 2018.
Leigutilboðum skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, eigi síðar en kl. 13:00 fimmtudaginn 12. júlí 2018.
Merkja skal tilboðin: 20802 Heilsugæslan Mosfellsumdæmi – Leiguhúsnæði.
Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 120/2016, sbr. a-lið 1. mgr. 11. gr.
Gögn sem fylgja skulu tilboði þurfa meðal annars að innihalda eftirfarandi upplýsingar:
- Afhendingartíma húsnæðis
- Staðsetningu, stærð og aldur húsnæðis og tillöguteikningar
- Fjölda bílastæða, aðkomu að lóð og byggingu
- Leiguverð per/m2 og heildarleiguverð
- Húsgjöld
- Gildandi deiliskipulag svæðis, það er lóðar og aðlægra lóða
- Tilvísun í gildandi aðalskipulag
- Áskilinn er réttur til að óska eftir því við leigusala að hann leggi fram úttektarskýrslu, frá óháðum aðila, um að húsnæðið sé laust við myglu. Það skal gert áður en skrifað er undir leigusamning.
Númer: 20802
Fyrirspurnarfrestur: 04.07.2018
Skilafrestur: 12.7.2018