F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Hagaskóli, íþróttahús – Endurnýjun á þaki 2018 – Útboð nr. 14280.
Verkið felst í:
að endurnýja alla þakkúpla, þakjárn og þakpappa ásamt tilheyrandi frágangi og ef þörf er á skal endurnýja skemmda/fúna borðaklæðningu þaksins. Samhliða endurnýjun á þakklæðningu skal byggja yfir lægri þök sem koma að blásaraklefum og ganga frá þakklæðningu.
Helstu magntölur eru:
Verkþáttur: | Ein. | Magn |
Rif og förgun (þakjárn, þakpappi og fylgihlutir) | m2 | 1300 |
Endurnýjun borðaklæðningar | m2 | 130 |
Endurnýjun þakpappa | m2 | 1300 |
Lektur (tvöföld grind) | m2 | 1300 |
Endurnýjun þakjárns | m2 | 1300 |
Endurnýjun þakkúpla | stk | 10 |
Yfirbygging yfir neðri þök | m2 | 20 |
Verklok eru 1. nóvember 2018.
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá þriðjudeginum kl. 12:00 þann 12. júní 2018.
Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Register“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:15 þann 28. júní 2018.