Framkvæmdir eru hafnar við Grunnskólann í Borgarnesi, en þar á að rísa viðbygging sem hýsir eldhús, sal og kennslurými. Einnig verður farið í endurbætur í núverandi húsnæði.
Nemendur grunnskólans hafa undanfarin sautján ár haft aðgang að mötuneyti Hótel Borgarness í góðu samstarfi við rekstraraðila hótelsins. Með eldhúsi og sal í nýrri viðbyggingu gefst nemendum kostur á að matast í skólanum.
Hluti skólahúsnæðisins var komið til ára sinna og er þörf á töluverðum endurbótum innanhúss. Endurbæturnar sem farið verður í á næstu árum gera það að verkum að öll umgjörð skólastarfsins verður til fyrirmyndar og starfsaðstæður nemenda og kennara munu stórbatna.
Heimild: Borgarbyggð