Home Fréttir Í fréttum Mistök í hönnun tefja byggingu nýrrar slökkvistöðvar í Reykjanesbæ

Mistök í hönnun tefja byggingu nýrrar slökkvistöðvar í Reykjanesbæ

255
0
Mynd: Vf.is

Tilboð í byggingu nýrrar slökkvistöðvar við Flugvelli í Reykjanesbæ voru ekki opnuð eins og til stóð í dag og er ljóst að tafir verða á að framkvæmdir hefjist.

<>

Tilboðin tvö sem bárust í verkið verða því endursend óopnuð. Ástæðan er sú að í gær komu í ljós mistök í hönnun hússins sem breyta forsendum verulega.

Því er kaupanda nauðugur einn kostur að hætta við að opna tilboðin, auglýsa ný gögn þegar þau hafa verið löguð og hefja ferlið að nýju.

Bjóðendur eru beðnir velvirðingar á þessu en eru hvattir til að fylgjast með og senda inn tilboð í samræmi við leiðrétt gögn. Tryggt verður að nægilegur tími mun verða veittur til að útbúa tilboð í samræmi við ný gögn og lög um opinber innkaup.

Viðstaddir fundinn voru fulltrúar Þarfaþings hf og MT Höjgaard. Þeir óskuðu eftir skýringu á því hvers vegna opnun var ekki frestað og áframhaldandi þátttaka einskorðuð við þá. Sviðsstjóri lögfræðisviðs Ríkiskaupa útskýrði að það væri mat kaupanda og Ríkiskaupa að breyting á gögnum myndi vera umfram heimildir 90. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 og því væri ekki heimilt að semja um hana við þann bjóðanda sem hefði verið með hagstæðasta tilboðið.

Heimild: Sudurnes.net