Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdaferli mannvirkjagerðar – staðnám eða fjarnám

Framkvæmdaferli mannvirkjagerðar – staðnám eða fjarnám

144
0
Mynd: Anton Brink RÚV

Kynningarfundur 20. maí klukkan 17:30

<>

Námið er tvö misseri og hagnýtt fyrir þá sem vilja öðlast þekkingu og færni á sviði framkvæmdaferla mannvirkjagerðar. Nemendur öðlast víðtæka þekkingu á öllum helstu sviðum fjármála, ráðgjafasamninga, verksamninga, útboðum og opinberum innkaupum auk bótaskyldu.
Markmið að nemendur:
• öðlist almennan skilning á undirbúningsferli framkvæmda, hönnunar- og framkvæmdaferla.
• fái aukinn skilning, þekkingu og færni í að semja og túlka hönnunar- og verksamninga og hæfni í að fást við ágreiningsmál þeim tengdum.
• öðlist þekkingu á stöðlum og reglum er varða útboð og önnur opinber innkaup ásamt því að beita áhættugreiningu við þessa þætti.
• öðlist færni í að veita faglega ráðgjöf við val á ráðningu ráðgjafa, útboðsleið og framkvæmdaleið.

Helstu efnisþættir námsins eru:
• Kostnaðaáætlanir og gæði þeirra.
• Fjármögnun.
• Arðsemismat
• Áhættugreining.
• Ráðgjafasamningar
• Bótaskylda
• Verksamningar.
• Fidic-samningar
• Staðlar – ÍST30 og ÍST35
• Útboð /útboðsreglur
• Opinber innkaup
• Gæðastjórnun
• Ábyrgð

Fyrir hverja:
Námið er ætlað öllum þeim sem starfa við ráðgjöf og bera ábyrgð á ráðgjafasamningum, ráðningu hönnuða, útboðum, gerð útboðsgagna, samningum við verktaka, fjármögnum verkefna og áhættugreiningu innan fyrirtækja og stofnanna. Námið hentar tæknifræðingum, byggingafræðingum, verkfræðingum, arkitektum, landslagsarkitektum og lögfræðingum ásamt öðrum ráðgjöfum í skyldum fögum sem og verktökum, verkkaupum sem hyggjast tileinka sér þetta sérsvið.

Heimild: Endurmenntun.is