Vegagerðin óskar eftir tilboðum í hreinsun niðurfalla og svelgja á Suðursvæði, þ.e. á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi, með holræsahreinsibíl og öðrum tækjum sem henta þykir.
Helstu magntölur fyrir hvert ár:
- Hreinsun niðurfalla og svelgja: 2.300 stk.
- · Myndun fráveitulagna : 250 m
Verklok eru 31. desember 2020.
Útboðsgög verða seld hjá Vegagerðinni Beiðumýri 2 á Selfossi og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 6. mars 2018. Verð útboðsgagna er 2.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 10. apríl 2018 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.
Útboðið er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.