F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar (USK), Veitur ohf., Mílu ehf. og Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. er óskað eftir tilboðum í verkið:
KHÍ – reitur. Gatnagerð og lagnir – Útboð nr. 14170
Stutt yfirlit yfir verkið:
- Upprif á núverandi yfirborði
- Jarðvegskipti í nýrri götu, stéttum og bílastæðum
- Lagningu fráveitu-, vatns- og hitaveitulagna
- Lagningu raf- og ljósleiðaralagna, auk brunna
- Hleðsla stoðveggjar og lagning einingatrappa
- Malbikun götu
- Steypa kantsteina og gangstétta
- Lagning á steinlögðum gönguleiðum við skólann
- Yfirborðsfrágangur og landmótun fláa
Helstu magntölur eru:
- Upprif 1500 m2
- Fylling 1350 m3
- Fráveitulagnir 440 m
- Fráveitubrunnar 8 stk
- Vatnsveitulagnir 220 m
- Hitaveitulagnir 200 m
- Rafstrengir 260 m
- Ljósleiðaralagnir 290 m
- Hlaðinn stoðveggur 40 m
- Mulningur 1900 m2
- Malbik 1200 m2
- Steinlögn 650 m2
- Steypa gangstéttar 230 m2
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 12:00, þann 27. febrúar 2018.
Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku.
Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Register“ eða „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 14:00 þann 14. mars 2018.