Home Fréttir Í fréttum Ábyrgðinni varpað á verktaka

Ábyrgðinni varpað á verktaka

301
0

Nú, þegar styttist í borgarstjórnarkosningar er augljóslega kominn skjálfti í Dag B. Eggertsson. Tími alls konar snúninga er runninn upp.

<>

Það ætti flestum að vera ljóst að borgaryfirvöld bera mikla ábyrgð á stöðu húsnæðismála á höfuðborgarsvæðinu. Dagur er hinsvegar ekki tilbúinn að viðurkenna neitt og nú síðast varpaði borgarstjórinn ábyrgðinni á verktaka.

Í stuttu máli sagði hann að það vantaði krana og mannskap til að byggja. Það það þýðir væntanlega að allt annað sé klárt, að hér sé fullt af lóðum sem bíði bara eftir því að verktakar mæti á staðinn og byrji að grafa grunna og steypa upp.

Þetta er ódýrt útspil enda var borgarstjórinn varla búinn að sleppa orðunum þegar Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, vísað þessum ummælum til föðurhúsanna.

Heimild: Vb.is