Home Fréttir Í fréttum Iðnaðar­menn vinna um þess­ar mund­ir að end­ur­bót­um á hús­inu að Mar­bakka

Iðnaðar­menn vinna um þess­ar mund­ir að end­ur­bót­um á hús­inu að Mar­bakka

214
0
mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Iðnaðar­menn vinna um þess­ar mund­ir að end­ur­bót­um á hús­inu að Mar­bakka sem stend­ur við Foss­vog­inn í vest­ur­bæ Kópa­vogs.

<>

Þetta er eitt elsta og sögu­fræg­asta hús bæj­ar­ins, reist af hjón­un­um Finn­boga Rúti Valdi­mars­syni og Huldu Jak­obs­dótt­ur, sem fluttu þangað 10. maí 1940, sama dag og Bret­ar her­námu Ísland. Finn­bogi Rút­ur varð bæj­ar­stjóri 1955 og gegndi embætt­inu til 1957 en þá tók Hulda kona hans við og hafði starfið með hönd­um til árs­ins 1962.

Það sem ger­ir end­ur­bygg­ing­una nú sér­stak­lega í frá­sög­ur fær­andi, er að hús­eig­and­inn er nú­ver­andi bæj­ar­stjóri, Ármann Kr. Ólafs­son. Og kona hans heit­ir ein­mitt Hulda. Sag­an fer alltaf í hringi, er stund­um sagt og nú má segja að Mar­bakki verði aft­ur nokk­urs kon­ar bæj­ar­bú­staður Kópa­vogs, kaupstaðar­ins sem er 60 ára um þess­ar mund­ir. Af­mæl­is­dag­ur bæj­ar­ins er 11. maí nk.

Heimild: Mbl.is