Home Fréttir Í fréttum Skeifuskipulag kynnt í borgarráði

Skeifuskipulag kynnt í borgarráði

110
0
Yf­ir­lits­mynd af nýja Skeifu­svæðinu miðað við ramma­skipu­lagið sem samþykkt var í borg­arráði. . Horft er til norðurs. Teikn­ing/​Kanon arki­tekt­ar

Tillaga að rammaskipulagi fyrir uppbyggingu í Skeifunni var kynnt á fundi borgarráðs síðastliðinn fimmtudag.

<>

Skipulagið, sem verður að öllum líkindum vísir að því deiliskipulagi sem verður teiknað upp fyrir svæðið, gerir ráð fyrir uppbyggingu 750 íbúða í fjögurra til sex hæða húsum.

Að meginstefnu er gert ráð fyrir að uppbyggingin verði til viðbótar við þau hús sem fyrir eru í Skeifunni.

Í rammaskipulaginu er einnig gert ráð fyrir lóðabreytingum til að liðka fyrir breytingum á samgöngumannvirkjum á svæðinu, þar sem áhersla verður á að bæta aðstöðu gangandi og hjólandi. Að því gefnu að sátt verði um skipulagið má gera ráð fyrir að uppbygging geti hafist í lok næsta árs.

Heimild: Vb.is