Home Fréttir Í fréttum 135 nýjar leiguíbúðir vígðar í Bryggjuhverfinu

135 nýjar leiguíbúðir vígðar í Bryggjuhverfinu

232
0
Ljós­mynd Mbl.is/​Aðsend

Alls verða 135 nýj­ar leiguíbúðir í Bryggju­hverf­inu í Reykja­vík tekn­ar í notk­un á morg­un 1. des­em­ber þegar 24 fjöl­skyld­ur taka við leigu­íbúðunum. Þetta verður sjötta og síðasta íbúðablokk Heima­valla ehf. við Tanga­bryggju.

<>

Þar með eiga Heima­vell­ir alls um tvö þúsund leigu­íbúðir á höfuðborg­ar­svæðinu og víða um land. Íbúðirn­ar við Tanga­bryggju eru tveggja til fimm her­bergja.

„Und­an­far­in ár hef­ur umræðan auk­ist um þörf á úrræðum á leigu­markaði þar sem fólk get­ur reitt sig á ör­ugga lang­tíma­leigu eins og tíðkast hef­ur á Norður­lönd­un­um og víðar í Evr­ópu um ára­tuga­skeið.“ Þetta er haft eft­ir Guðbrandi Sig­urðssyni, fram­kvæmda­stjóra Heima­valla, í til­kynn­ingu. Hann seg­ir jafn­framt að mark­mið þeirra sé að svara þessu kalli. „Við telj­um það mik­il­vægt fram­fara­skref að þróa hér leigu­markað að nor­rænni fyr­ir­mynd sem muni stuðla að fjöl­breytt­ari og stöðugri hús­næðismarkaði á Íslandi og gera ör­ugga lang­tíma­leigu að raun­hæf­um val­kosti fyr­ir al­menn­ing.”

Heimild; Mbl.is