Home Fréttir Í fréttum Vilja reisa vinnu­búðir fyr­ir er­lenda verka­menn í Mos­fells­bæ

Vilja reisa vinnu­búðir fyr­ir er­lenda verka­menn í Mos­fells­bæ

145
0
Mynd: mbl.is/Ó​mar

„Hugs­un­in hjá okk­ur er tvíþætt. Ann­ars veg­ar að skapa al­menni­legt bú­setu­úr­ræði fyr­ir er­lenda starfs­menn og hins veg­ar að létta aðeins á þess­um fast­eigna­markaði,“ seg­ir Ei­rík­ur Ingvar Ingvars­son, fram­kvæmda­stjóri Somos ehf.

<>

Fyr­ir­tækið hef­ur farið þess á leit við Mos­fells­bæ að fá leyfi til upp­setn­ingu starfs­manna­búða í bæn­um fyr­ir er­lenda starfs­menn sem vinna á veg­um fé­lags­ins hér á landi. Samþykkt var í bæj­ar­ráði Mos­fells­bæj­ar á fimmtu­dag að senda er­indið til um­sagn­ar um­hverf­is­sviðs bæj­ar­ins.

Í er­indi Somos til Mos­fells­bæj­ar kem­ur fram að fé­lagið hafi út­vegað stór­um verk­tök­um iðnaðar­menn frá Póllandi. Í því ástandi sem rík­ir á hús­næðismarkaði hafi þurft að afla hús­næðis fyr­ir um­rædda starfs­menn annaðhvort utan höfuðborg­ar­svæðis­ins eða í hús­næði sem kosti um­tals­vert meira en starfs­menn­irn­ir eru til­bún­ir að greiða.

Heimild: Mbl.is