Home Fréttir Í fréttum Framboð nýrra íbúða bítur ekki á verðið

Framboð nýrra íbúða bítur ekki á verðið

65
0
Mynd: mbl.is/​Golli

Hag­fræðideild Lands­bank­ans tel­ur ekki lík­legt að aukið fram­boð nýrra íbúða leiði til verðlækk­ana vegna þess að þær eru að jafnaði stærri og með hærra fer­metra­verð en eldri íbúðir.

<>

Þetta kom fram á morg­un­fundi Lands­bank­ans í dag þar sem þjóðhags­spá hag­fræðideild­ar­inn­ar var kynnt. Spáð er 19% hækk­un fast­eigna­verðs milli ár­anna 2016 og 2017 og reikn­ar hag­fræðideild­in síðan með að meiri ró fær­ist yfir markaðinn. Gert er ráð fyr­ir að verð hækki um 8,5% á ár­inu 2018, 7% árið 2019 og 6% 2020.

Í hagspánni kem­ur fram að fast­eigna­verð hækkaði um 3,2% síðustu sex mánuðina fyr­ir októ­ber en 13,4% síðustu sex mánuði þar á und­an sé ein­göngu litið til fjöl­býl­is. Er dreg­in sú álykt­un að hækk­un­ar­hrin­unni sé lokið.

Þá er bent á að íbúðum til sölu á höfuðborg­ar­svæðinu hafi fjölgað nokkuð á þessu ári eft­ir nær stöðuga fækk­un á ár­un­um 2015 og 2016 og að sölu­tími fast­eigna hafi lengst. Magnið sé nú svipað og það var á seinni hluta árs­ins 2015.

Hag­fræðideild spá­ir 28% aukn­ingu á íbúðafjár­fest­ingu í ár, 20% aukn­ingu á næsta ári, 15% aukn­ingu á ár­inu 2019 og 10% á ár­inu 2020. Gangi þessi spá eft­ir mun íbúðafjár­fest­ing fara yfir 5% af vergri lands­fram­leiðslu á ár­inu 2019.

Heimild: Mbl.is