Home Fréttir Í fréttum Vígsla varnargarða og stoðvirkja í Tröllagili í Neskaupstað

Vígsla varnargarða og stoðvirkja í Tröllagili í Neskaupstað

138
0
Mynd: ruv.is

Þriðjudaginn 19. september nk. kl. 16.00 verða varnargarðar og stoðvirki í Tröllagili í Neskaupstað vígð við formlega athöfn við minningarreitinn um snjóflóðið í Neskaupstað.

<>

Um er að ræða um 660 m langan þvergarð, um 420 m langan leiðigarð og 24 snjóflóðavarnarkeilur á Tröllagiljasvæðinu í Neskaupstað. Framkvæmdirnar voru unnar á árunum 2008 til 2017. Framkvæmdasýslan hafði umsjón og eftirlit með verkefninu, en verkkaupi var Fjarðabyggð.

Í tilefni af vígslunni 19. september nk. hefur Framkvæmdasýslan útbúið upplýsingablað mannvirkis við vígslu sem finna má hér.

Markmið með byggingu garðanna er að taka við snjóflóðum, stöðva flóðin og beina hluta þeirra í sjó. Við gerð snjóflóðavarnarmannvirkjanna var jafnframt horft til þess að nýta mannvirkin til útivistar. Göngu-stígar, bílastæði og áningarstaðir opna útivistarmöguleika rétt við íbúðabyggðina. Hægt er að ganga eftir görðunum endilöngum og njóta útsýnis yfir byggðina og út Norðfjörð.

Heimild: Fsr.is