Vegagerðin óskar eftir tilboðum í endurbyggingu Kjósarskarðsvegar (48) frá Vindási og inn fyrir Fremri Háls. Verkið felst í undirbyggingu vegarins á sama stað, lögn ræsa, útlögn burðarlaga og klæðingar á 7,5 km kafla.
Helstu magntölur eru:
- – Bergskeringar 11.800 m3
- – Aðrar skeringar 38.000 m3
- – Fyllingar 31.000 m3
- – Ræsalögn 453 m
- – Endafrágangur ræsa 52 stk.
- – Styrktarlag (neðra burðarlag) 31.000 m3
- – Burðarlag (efra burðarlag) 8.300 m3
- – Vegrið 820 m
- – Klæðing 48.200 m2
- – Frágangur fláa 97.300 m2
Verklok eru 1. október 2018, útlögn klæðingar skal þó lokið fyrir 1. september 2018.
Útboðsgögn verða seld á minnislykli hjá Vegagerðinni Breiðumýri 2 á Selfossi og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 11. september 2017. Verð útboðsgagna er 4.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 26. september 2017 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.