Home Fréttir Í fréttum Ný hreinsistöð fyrir skólp á Akureyri við Sandgerðisbót

Ný hreinsistöð fyrir skólp á Akureyri við Sandgerðisbót

235
0
Sandgerðisbót

Norðurorka er að undirbúa byggingu nýrrar hreinsistöðvar fráveitu fyrir allt skólp frá Akureyri við Sandgerðisbót á Akureyri. Hönnun er langt komin og hafinn er vinna við lóð stöðvarinnar. Þáttur í undirbúningnum er umhverfismat á framkvæmdinni og áhrifum hennar og er því lokið. Á árinu 2017 er stefnt að því að klára lóðina og hefja byggingu á hreinsistöðinni.

<>

Undirbúningur fyrir byggingu hreinsistöðvar fráveitu við Sandgerðisbót hefur staðið í nokkurn tíma. Í hreinsistöðinni verður skólp frá Akureyri grófhreinsað og því dælt út í sjó um neðansjávarlögn sem endar 400 metrum frá landi og er á 40 metra dýpi. Þar fer skólpið í sjávarstrauma,
dreifist og þynnist út. Markmiðið með þessu er að tryggja eins og frekast er kostur að skólpið fari það langt frá ströndinni að saurkóligerlarnir verði hluti af náttúrulegu niðurbroti í sjónum en berist ekki að ströndinni. Grófaefninu sem síað er frá í stöðinni verður
pakkað og það fært til urðunar.

Samhliða þessu hefur verið gerð vöktunar­áætlun sem felur í sér að fylgst er með ástandi sjávarins með reglubundnum mælingum.

Heimild: Vikudagur.is