Home Fréttir Í fréttum Einbreiðar akreinar á Suðurlandsbraut

Einbreiðar akreinar á Suðurlandsbraut

17
0
Einhvernveginn svona myndi Suðurlandsbraut líta út í framtíðinni samkvæmt skipulaginu. Teikning/Reykjavíkurborg

Tillaga að deiliskipulagi Borgarlínu um Suðurlandsbraut er nú komið í auglýsingu og hefur Reykjavíkurborg birt teikningar af fyrirhugðum breytingum á svæðinu á vef sínum.

Í tilkynningu frá borginni kemur fram að deiliskipulag er ein lykilforsenda þess að framkvæmdir geti hafist. Skipulagsáætlanir skilgreina meðal annars hvernig umhverfið mótast, hvar stöðvar verða staðsettar og hvernig vegfarendur munu fara um svæðin.

Nú þegar er búið að samþykkja níu deiliskipulagsáætlanir þar sem gert er ráð fyrir Borgarlínu.

Fyrir. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Ýmsar breytingar

Helstu breytingar sem gert er ráð fyrir við Suðurlandsbraut í nýju deiliskipulagi eru eftirfarandi:

  • Bætt verður við Borgarlínubrautum milli Skeiðarvogar og Lágmúla ásamt þremur stöðvum; við Glæsibæ, Laugardalshöll og Lágmúla.
  • Hjóla- og göngustígum verður bætt við sunnan Borgarlínubrauta en núverandi stígar norðan megin haldast óbreyttir. Þannig verður aðgengi virkra ferðamáta við götuna bætt verulega.
  • Akreinar fyrir almenna bílaumferð verða að mestu leyti einbreiðar, nema við stærri gatnamót þar sem geta verið viðbótarakreinar vegna beygjustrauma.
  • Græn ásýnd gatna er aukin með skilgreindum svæðum fyrir gróður og regnvatnslausnir ofanjarðar.
  • Aðkomu bíla og bílastæða við Suðurlandsbraut 4-32 verður breytt.
Eftir. Teikning/Reykjavíkurborg

Heimild: Mbl.is