Home Fréttir Í fréttum Eyjagöng semja við Eflu og Völuberg

Eyjagöng semja við Eflu og Völuberg

38
0
Haraldur Pálsson, framkvæmdastjóri Eyjaganga. Ljósmynd: Samsett

Eyjagöng ehf. hefur samið við verkfræðistofuna Eflu og verkfræði- og jarðfræðistofuna Völuberg.

Fyrirtækið Eyjagöng ehf., sem vinnur nú að jarðgöngum til Vestmannaeyja, hefur samið við verkfræðistofuna Eflu og verkfræði- og jarðfræðistofuna Völuberg. Fyrirtækin munu sameiginlega annast jarðfræðiþjónustu vegna kjarnaborana og fýsileikamats verkefnisins.

Í tilkynningu frá Eyjagöngum segir að ákvörðunin um samstarfið hafi verið tekin eftir vandað valferli og í nánu samráði við Vegagerðina.

„Það var samdóma álit allra aðila að sameiginlegt tilboð Eflu og Völubergs væri það ákjósanlegasta fyrir verkefnið en fyrirtækin sýndu fram á framúrskarandi skilning á þeim flóknu áskorunum sem viðfangsefnið felur í sér.“

Samkvæmt tilkynningu eru bæði fyrirtækin með starfsfólk og starfsstöðvar í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi sem tryggi góða tengingu við heimafólk og stuttar boðleiðir á vettvang.

„Þetta er stórt skref fyrir Eyjagöng. Við erum að fá til liðs við okkur aðila sem skilja mikilvægi þessa verkefnis fyrir samfélagið. Samstarfið við Eflu og Völuberg, ásamt stuðningi og ráðgjöf frá Vegagerðinni, tryggir að farið verði í kjarnaboranir og mat á fýsileika af fyllstu fagmennsku og nákvæmni,“ segir Haraldur Pálsson, framkvæmdastjóri Eyjaganga.

Heimild: Vb.is