Home Fréttir Í fréttum Hátt hlut­fall íbúðar­eig­enda í London seldi með tapi

Hátt hlut­fall íbúðar­eig­enda í London seldi með tapi

32
0
Ljósmynd: epa

Hvergi annars staðar en í London var hærra hlutfall einstaklinga sem seldu fasteignir sínar með tapi í fyrra.

Hærra hlutfall íbúða í London var selt með tapi en nokkurs staðar annars staðar í Englandi og Wales á síðasta ári samkvæmt úttekt Hamptons sem Financial Times greinir frá.

Um 14,8% af þeim sem seldu fasteignir sínar í London í fyrra fengu lægra söluverð heldur en það sem þau greiddu upphaflega. Til samanburðar var sama hlutfall 9,2% árið 2019 og 5,9% fyrir áratug síðan. Hlutfallið á landsvísu var um 8,7% í fyrra.

Hátt hlutfall í London var drifið áfram af fjölbýli, en af þeim íbúðum í fjölbýli sem gengu kaupum og sölu í fyrra voru 22% þeirra seldar með tapi. Sama hlutafall var 3,5% í tilfelli sérbýlis. Þetta gefur til kynna að sífellt erfiðara er fyrir eigendur íbúða í fjölbýli að stækka við sig og kaupa sérbýli.

Þetta er í fyrsta sinn í áratug sem borg í norðurausturhluta landsins trónir ekki á efsta sæti listans.

Greinandi hjá Hamptons segir að úttektin gefi til kynna að fasteignaeigendur í London virðast ekki geta stólað á það lengur að húsnæðisverð í höfuðborginni muni hækka.

Í sumum tilfellum hafi einstaklingar sem keyptu sínar íbúðir fyrir áratug síðan fengið minna til baka en það sem þeir borguðu upphaflega. Slíkt hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum síðan.

Heimild: Vb.is