Akureyrarbær hefur samþykkt að leita eftir kauptilboðum í byggingarrétt þriggja lóða fyrir íbúðarhús á svokölluðum Tjaldsvæðisreit.
Lóðirnar sem um ræðir eru eftirfarandi:
Byggðavegur 102-110:
Lóð sem er 6.285 m² að stærð og gerir ráð fyrir fimm stakstæðum íbúðarhúsum á fjórum hæðum með sameiginlegum bílakjallara.
Hrafnagilsstræti 20/Þórunnarstræti 95-101:
Lóð sem er 4.747 m² að stærð og gerir ráð fyrir fimm stakstæðum íbúðarhúsum á fjórum hæðum með sameiginlegum bílakjallara.
Þórunnarstræti 105:
Lóð sem er 1.570 m² að stærð og gerir ráð fyrir einu stakstæðu íbúðarhúsi á þremur hæðum með 15-17 íbúðum. Miðað er við að í húsinu verði almennar íbúðir sem falla undir ákvæði um hlutdeildarlán eða að íbúðirnar verði seldar sem heild til óhagnaðardrifins félags.
Ekki er hægt að bjóða eingöngu í eina lóð heldur eru þær boðnar út sem ein heild.

Lágmarksverð fyrir byggingarrétt lóðanna er samtals kr. 295.117.910,- í janúar 2026 en byggingarréttargjald hækkar eða lækkar 1. hvers mánaðar samkvæmt byggingarvísitölu Hagstofu Íslands.
Greiða þarf 20% af kaupverði byggingarréttar innan 30 daga frá samþykkt skipulagsráðs á kauptilboði. Bent er á að auk greiðslu fyrir byggingarrétt þarf lóðahafi að greiða gatnagerðargjald sem ákvarðast í samræmi við flatarmál þeirra bygginga sem heimilt verður að reisa á viðkomandi lóð samkvæmt deiliskipulagi auk annarra lögbundinna gjalda.

Hér má nálgast úthlutunar- og útboðsskilmála fyrir lóðirnar.
Miðað er við að forsendur þess deiliskipulags sem hefur verið útfært frá því að ferlið hófst árið 2023 haldist í megindráttum en gert er ráð fyrir að lokaferli deiliskipulags fyrir svæðið verði unnið í samvinnu við þann aðila sem fær lóðunum úthlutað. Deiliskipulagsvinnan verður áfram í höndum bæjarins en lóðarhafa gefst tækifæri til að hafa áhrif á útfærslu skipulagsins.
Senda skal inn tilboð í lóðirnar með rafrænum hætti í gegnum útboðsvef Akureyrarbæjar innan auglýsts frests sem er til kl. 12:00 þann 12. febrúar 2026.
Ýttu HÉR til að nálgast útboðsgögn og í framhaldinu skila inn tilboði. Hér má nálgast leiðbeiningar um hvernig skila megi inn rafrænu tilboði.

Heimild: Akureyri.is












