Home Fréttir Í fréttum Stefna á að opna í mars

Stefna á að opna í mars

37
0
Húsið er rúmir þúsund fermetrar. Stefnt er að opnun í mars. Ljósmynd/Þórir Kjartansson

„Framkvæmdir byrjuðu 10. júní, við kláruðum að steypa plötu í lok ágúst og við malbikuðum planið 10. september. Síðan er búið að ganga ansi vel hjá okkur að koma þessu upp,“ segir Ingimar Jónsson forstjóri Pennans/Eymundsson.

Nú styttist óðum í að ný verslun Pennans verði opnuð í Vík í Mýrdal. „Það er byrjað að vinna töluvert inni í húsinu, búið er að setja niður veggi en auðvitað er ýmis frágangur eftir bæði inni og úti. Við stefnum að því að opna fyrir lok mars.“

Húsið er rúmir eitt þúsund fermetrar. Verslun Pennans tekur 623 fermetra af því en um 250 fermetrar verða nýttir fyrir ráðhús Mýrdalshrepps. „Síðan erum við í viðræðum við aðila í Vík um opnun hárgreiðslustofu sem telur 40 fermetra. Þá er reiknað með rúmlega 100 fermetra apóteki.

Heimild: Mbl.is