
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, fyrrverandi skipulagsstjóri ríkisins, aðjunkt í skipulagsfræði við Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, hefur rannsakað og birt grein í Stjórnmálum og stjórnsýslu um byggingu vöruskemmunnar við Álfabakka 2a, græna gímaldið svokallaða.
„Í minni vinnu ákvað ég að kafa mjög djúpt í mjög afmarkaðan hluta, sem eru skipulagsgögnin sjálf, hvað þau hafa að geyma, hvernig þau voru fram sett og hvað það segir okkur um byggingarleyfið sem síðan var veitt.“
Spurð hvort lóðin hafi verið klæðskerasniðin fyrir ákveðinn kaupanda segir Ásdís Hlökk að svo virðist vera.
Heimild: Mbl.is











