Home Fréttir Í fréttum Kaupa Laufásveg 7 fyrir 445 milljónir

Kaupa Laufásveg 7 fyrir 445 milljónir

24
0
Trausti Ágústsson, annar kaupenda Laufásvegar 7.

Húsið er 453 fermetrar að stærð og hefur að geyma 14 herbergi.

Þak fasteignafélag ehf., í eigu Arnars Más Jóhannessonar og Trausta Ágústssonar, hefur fest kaup á einbýlishúsi að Laufásvegi 7 í Reykjavík fyrir 445 milljónir króna.

Seljendur eru Sigríður Harðardóttir og Páll V. Bjarnason arkitekt sem keyptu húsið árið 1989 og gerðu það upp í upprunalegri mynd.

Húsið er 453 fermetrar að stærð og hefur að geyma 14 herbergi. Eignin er samtals fjórar hæðir með tveimur aðalhæðum, 150 fermetra íbúð með sérinngangi á jarðhæð og risi með tveimur kvistum og 75 fermetra gólffleti. Fasteignamat eignarinnar nemur 217 milljónum króna.

Húsið, sem var byggt árið 1918 og er hlaðið steinhús úr íslensku grágrýti, á sér mikla sögu. Þar bjó Einar Benediktsson skáld um tíma með sinni fjölskyldu. Saga hússins var rakin í frétt Morgunblaðsins í fyrra þegar eignin var auglýst til sölu á 520 milljónir króna. Eignin var síðar auglýst á 490 milljónir.

Kaupendurnir, Armar Már og Trausti, eru eigendur Trygginga og ráðgjafar ehf., stærstu vátryggingamiðlunarinnar hér á landi.

Þeir eignuðust Þak fasteignafélag á fyrri hluta ársins en fasteignafélagið var áður í eigu byggingaverktakafyrirtækisins GG Verks. Þak fasteignafélag á skrifstofurými á þriðju og fjórðu hæð Borgartúns 30.

Nálgast má myndir af Laugásvegi 7 hér.