Home Fréttir Í fréttum Neysluvatn kemur í asbestlögnum

Neysluvatn kemur í asbestlögnum

11
0
Hluti neysluvatnslagna frá Veitum og HS Veitum er úr asbesti. mbl.is/Golli

Hluti veitukerfis neysluvatns hjá Veitum er úr asbestlögnum. Þetta kom fram nýverið á íbúafundi á Akranesi.

Hafa Veitur lagt sig fram um að nýta hvert tækifæri sem gefst til að skipta út asbestlögnum, m.a. þegar sveitarfélög endurnýja yfirborð gatna. Þá eru vinnusvæði gjarnan stækkuð til að ná stærri hluta af lögnunum.

Til viðbótar er stofnlögnum skipt út, en það er eingöngu á Akranesi sem þær eru úr asbesti.

Á næstu 2-3 árum verður um 4 kílómetrum af þessum lögnum skipt út, en þar voru kaldavatnslagnir almennt úr asbesti á upphafsárum vatnsveitunnar.

Þorsteinn Narfason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, segir þetta hafa verið skoðað síðast á þessu ári og sýni tekin úr vatninu til að leita að asbesttrefjum, en þær hafi ekki fundist.

„Þetta eru gamlar asbestlagnir og við höfum ekki heimildir til að krefjast endurnýjunar á gömlum lögnum, heldur er það á ábyrgð Veitna að tryggja að lagnirnar séu heilar og öruggar. Það er ekkert sem bendir til að áhætta fylgi þessum lögnum fyrir íbúa þar sem mælingarnar á vatninu hafa komið vel út,“ segir Þorsteinn.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is